Rooney ekki valinn í landsliðið

Wayne Rooney fagnar sigri Manchester United í Evrópudeildinni í gærkvöld.
Wayne Rooney fagnar sigri Manchester United í Evrópudeildinni í gærkvöld. AFP

Wayne Rooney fyrirliði enska landsliðsins og Manchester United, er ekki í 25 manna landsliðshópi Gareth Southgate sem hann tilkynnti í dag fyrir leiki Englendinga gegn Skotum og Frökkum í næsta mánuði.

Ben Gibson úr Middlesbrough og Kieran Trippier úr liði Tottenham eru nýliðar í enska landsliðshópnum.

England mætir Skotlandi í undankeppni HM 10. júní og mætir Frökkum í vináttuleik þremur dögum síðar.

Landsliðshópurinn er þannig skipaður:

Markverðir: Joe Hart, Jack Butland, Fraser Forster, Tom Heaton.

Varnarmenn: Ryan Bertrand, Gary Cahill, Nathaniel Clyne, Aaron Cresswell, Ben Gibson, Phil Jones, John Stones,  Kieran Trippier, Kyle Walker.

Miðjumenn: Jesse Lingard, Jake Livermore, Dele Alli, Eric Dier, Adam Lallana, Alex Oxlade-Chamberlain, Raheem Sterling.

Sóknarmenn: Harry Kane, Jermain Defoe, Marcus Rashford, Jamie Vardy.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert