Bætir Wenger sjöunda titlinum í safnið?

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, getur orðið enskur bikarmeistari í sjöunda …
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, getur orðið enskur bikarmeistari í sjöunda skipti í dag. AFP

Arsenal freistar þess að bæta upp fyrir vonbrigðartímabil sitt í ensku úrvalsdeildinni í knattspynu karla með því að bæta sínum 13. bikarmeistaratitli sínum í safnið þegar liðið mætir nýkrýndum Englandsmeisturum, Chelsea, sem getur orðið enskur bikarmeistari í áttunda skipti í sögu félagsins.

Arsene Wenger hefur stýrt Arsenal til sigur í enska bikarnum sex sinnum, en síðast varð lið enskur bikarmeistari árið 2015. Antonio Conte sem varð enskur meistari á sínu fyrsta keppnistímabili sem knattspyrnustjóri Chelsea hefur tvívegis orðið bikarmeistari sem knattspyrnustjóri, en hann var ítalskur bikarmeistari sem knattspyrnustjóri Juventus.

Arsenal sem hafnaði í fimmta sæti deildarinnar á nýafstaðinni leiktíð og mistókst því að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð verður sigursælasta félag í sögu ensku bikarkeppinnar ef liðið fer með sigur af hólmi á Wembley í dag. Manchester United hefur líkt og Arsenal orðið enskur bikarmeistari 12 sinnum.

Leikur Arsenal og Chelsea sem háður verður á Wembley klukkan 16.30 í dag verður í beinni textalýsingu hér á mbl.is.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert