Carrick skrifaði undir nýjan samning

Michael Carrick .
Michael Carrick . AFP

Michael Carrick, miðjumaður Manchester United, skrifaði í kvöld undir nýjan árssamning við félagið og mun hann því leika með liðinu út tímabilið 2017-18.

Carrick er 35 ára gamall og hefur leikið 11 tímabil með United.

Heiðursleikur hefur verið skipulagður fyrir kappann 4. júní en þrátt fyrir það mun kappinn spila með liðinu á næstu leiktíð.

Carrick, sem gekk í raðir United frá Tottenham á 18 milljónir punda árið 2006, hefur leikið 457 leiki fyrir félagið og skorað 24 mörk. Carrick er enn fremur 17. leikjahæsti leikmaðurinn í sögu Manchester United.

Carrick hefur unnið ensku úrvalsdeildina fimm sinnum með United, enska bikarinn einu sinni, deildabikarinn tvisvar og Meistaradeild Evrópu einu sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert