Chelsea í baráttu við United um Króatann

Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea.
Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea. AFP

Það stefnir í harðan slag um að fá króatíska landsliðsmanninn Ivan Perisic til liðs við sig í sumar.

Eins og fram kom á mbl.is fyrr í morgun er Manchester United á höttunum eftir honum og ku hafa boðið 35 milljónir evra í leikmanninn.

Sky Italia greinir svo frá því að Englandsmeistarar Chelsea séu mjög spenntir fyrir því að fá Króatann í sínar raðir en verðmiðinn á honum er sagður vera 55 til 60 milljónir evra.

Per­isic gekk til liðs við In­ter Mil­an frá Wolfs­burg árið 2015, en hann skoraði 10 deild­ar­mörk á síðustu leiktíð og gaf auk þess sex stoðsend­ing­ar á sam­herja sína í deild­ar­leikj­um liðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert