Gylfi valinn bestur í sögu Swansea

Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. AFP

Gylfi Þór Sigurðsson er besti leikmaður í sögu Swansea City að mati þeirra sem tóku þátt í valinu á vefsíðunni WalesOnline.com.

Gylfi vann yfirburðasigur í kosningunni en hann hlaut atkvæði 32% þeirra sem tóku þátt í valinu. Gylfi hefur skorað 37 mörk í 131 leik með liðinu og á nýliðnu tímabili dró hann vagninn og átti stærstan þátt í að liðinu tókst að halda sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni.

Hann var útnefndur leikmaður ársins annað árið í röð af leikmönnum og stuðningsmönnum félagsins.

Leon Britton varð annar í kjörinu en hann hlaut 17% atkvæða og í þriðja sætinu hafnaði Ivor Allchurch með 11%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert