Perisic fyrstu kaup Manchester United?

Ólafur Ingi Skúlason og Ivan Perisic.
Ólafur Ingi Skúlason og Ivan Perisic. mbl.is/Ómar Óskarsson

Manchester United er í viðræðum við Inter Milan um kaup á króatíska landsliðsmanninum Ivan Perisic samkvæmt heimildum SkySports. Talið er að kaupverðið á þessum 28 ára vængmanni verði um það bil 36 milljónir punda.

Perisic gekk til liðs við Inter Milan frá Wolfsburg árið 2015, en hann skoraði 10 deildarmörk á síðustu leiktíð og gaf auk þess sex stoðsendingar á samherja sína í deildarleikjum liðsins.

Manchester United hefur einnig þráfaldlega verið orðað við Antoine Griezmann undanfarna daga og útlit fyrir að José Mourinho hafi hug á því að bæta í vopnabúrið í sóknarleik liðsins.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert