Stoke blandar sér í baráttuna um Rooney

Wayne Rooney er að öllum líkindum á leið frá Manchester …
Wayne Rooney er að öllum líkindum á leið frá Manchester United í sumar. AFP

Enskir fjölmiðlar keppast við það að finna nýjan vettvang fyrir Wayne Rooney á næstu leiktið. Talið er næsta fullvíst að Rooney muni yfirgefa herbúðir Manchester United í sumar þar sem hann var aftarlega í goggunarröðinni hjá José Mourinho, knattspyrnustjóra liðsins, á nýafstaðinni leiktíð.

Nú slær breska blaðið Sunday People því upp að Stoke City sé að íhuga að lokka Rooney til félagsins. Þau lið sem hafa verið mest í umræðunni sem nýr áfangastaður Rooney eru uppeldisfélag hans, Everton, og lið í bandarísku og kínversku efstu deildunum.

Rooney sem er 31 árs gamall er samningsbundinn Manchester United til ársins 2019. Rooney var aðeins 15 sinnum í byrjunarliði Manchester United í deildinni á síðasta keppnistímabili. Döpur frammistaða Rooney á síðustu leiktíð varð til þess að hann hlaut ekki náð fyrir augum Gareth Southgate í enska landsliðshópnum sem hann valdi á dögunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert