„Frá hetjum til goðsagna“

David Wagner fagnar ásamt lærisveinum sínum í dag.
David Wagner fagnar ásamt lærisveinum sínum í dag. AFP

„Ég er svo hamingjusamur og stoltur af leikmönnum mínum, öllum starfsmönnum félagsins og bara öllum bænum,“ sagði David Wagner, knattspyrnustjóri Huddersfield, eftir að liðið tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð með sigri á Reading í vítakeppni í úrslitaleik á Wembley í dag.

„Leikmennirnir hafa farið frá hetjum til goðsagna í þessari úrslitakeppni. Ég er svo glaður að hafa sannað það að reynslan er ekkert allt í enskum fótbolta,“ sagði hinn þýski Wagner, sem stýrði Huddersfield til 19. sætis í ensku B-deildinni í fyrra en í 5. sæti í ár og til sigurs í umspilinu.

„Síðan ég kom hef ég alltaf verið sagður ekki hafa neina reynslu af enskum fótbolta, enga reynslu af þessari deild, enga reynslu af umspili. Reynsla er mikilvæg en þegar þú hefur átstríðu, rétta hugmyndafræði og þrá þá jafnast það út. Þetta ævintýri fékk hamingjusaman endi,“ sagði Wagner.

Huddersfield fylgir Newcastle og Brighton upp í úrvalsdeildina en Hull, Middlesbrough og Sunderland féllu í B-deildina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert