Huddersfield í úrvalsdeildina eftir vítakeppni

Leikmenn Huddersfield fagna þegar úrvalsdeildarsætið var í höfn.
Leikmenn Huddersfield fagna þegar úrvalsdeildarsætið var í höfn. AFP

Huddersfield tryggði sér nú rétt í þessu sæti í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir sigur á Reading í sannkölluðum maraþonúrslitaleik á Wembley. Vítaspyrnukeppni þurfti til þess að ráða úrslitum í leiknum sem talinn er sá verðmætasti ár hvert.

Ekkert var skorað í venjulegum leiktíma og ekki heldur í framlengingu, og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Þar klúðraði Reading tveimur spyrnum en Huddersfield einni og vann vítakeppnina samtals 4:3.

Huddersfield fylgir þar með Newcastle og Brighton upp í ensku úrvalsdeildina fyrir næsta tímabil.

Gang mála í vítaspyrnukeppninni má sjá hér að neðan.

0:1 – Kermorgant skoraði fyrir Reading
1:1 – Löwe skoraði fyrir Huddersfield
1:2 – Williams skoraði fyrir Reading
1:2 – Al Habsi í marki Reading varði frá Hefele
1:3 – Kelly skoraði fyrir Reading
2:3 – Wells skoraði fyrir Huddersfield
2:3 – Moore skaut í slá og yfir fyrir Reading
3:3 – Mooy skoraði fyrir Huddersfield
3:3 – Ward í marki Huddersfield varði frá Obita
4:3 – Schindler skoraði fyrir Huddersfield

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert