United frekar en Barcelona

Ander Herrera.
Ander Herrera. AFP

Spænski miðjumaðurinn Ander Herrera, leikmaður ársins hjá Manchester United, hefur verið orðaður við spænska liðið Barcelona á undanförnum vikum.

Fram kemur í enska blaðinu Times í dag að Herrera sé ekkert að horfa til Barcelona og ætli að halda kyrru fyrir hjá Manchester United. Hann er samningsbundinn United til ársins 2018 en fastlega er reiknað með því að hann skrifi undir nýjan samning við Manchester-liðið innan tíðar.

Herrera, sem er 27 ára gamall, er kominn í hóp lykilmanna United, en Spánverjinn átti gott tímabil með liðinu og er honum ætlað stórt hlutverk á næstu árum undir stjórn José Mourinho.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert