Pellegrino næsti stjóri Southampton

Manuel Pellegrino.
Manuel Pellegrino. AFP

Enska knattspyrnufélagið Southampton hefur ráðið Mauricio Pellegrino sem knattspyrnustjóra liðsins. Hinn 45 ára gamli Argentínumaður var síðast við stjórn hjá Alaves á Spáni.

Pellegrino þekkir vel til Englands. Hann var bæði leikmaður Liverpool og aðstoðarþjálfari Rafa Benítez hjá Bítlaborgarfélaginu. Hann tók svo við Valencia árið 2012, en var rekinn sex mánuðum síðar. 

Eftir nokkur ár í heimalandinu tók Pellegrino loks við Alaves og stýrði hann liðinu í níunda sæti á síðustu leiktíð og fór með það alla leið í úrslitaleik spænska bikarsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert