Arbeloa leggur skóna á hilluna

Robin van Persie í baráttunni við Arbeloa árið 2013.
Robin van Persie í baráttunni við Arbeloa árið 2013. PEDRO ARMESTRE

Knattspyrnumaðurinn Alvaro Arbeloa, fyrrverandi leikmaður Liverpool, Real Madrid og West Ham, hefur lagt skóna á hilluna en kappinn er 34 ára gamall.

Þessi spænski varnarmaður lék þrjá leiki fyrir West Ham á síðustu leiktíð áður en hann var leystur undan samningi.

Hann lék í þrjú ár hjá Liverpool áður en hann fór aftur til Real Madrid þar sem hann hóf feril sinn.

Arbeloa vann spænsku deildina tvívegis með Real Madrid og Meistaradeild Evrópu áður en hann samdi við West Ham fyrir tæpu ári.

Auk þess var hann í spænska landsliðshópnum sem vann HM 2010 og hjálpaði auk þess liðinu að verða Evrópumeistari árin 2008 og 2012.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert