Arsenal ber víurnar í framherja

Alexandre Lacazette fagnar marki sínu fyrir Lyon á síðustu leiktíð.
Alexandre Lacazette fagnar marki sínu fyrir Lyon á síðustu leiktíð. AFP

Arsenal á í viðræðum við Lyon um kaup á franska landsliðsframherjanum Alexandre Lacazette samkvæmt heimildum Sky Sports. Talið er að Jean-Michel Aulas, forseti Lyon, sé reiðubúinn að sleppa hendinni af Lacazette komi Arsenel með tilboð upp á 44 milljónir punda.

Lyon hafnaði 29 milljóna punda tilboði Arsenal í Lacazette í júlí á síðasta ári og þá neitaði Lyon sömuleiðis 43 milljón punda tilboði West Ham United í franska landsliðsframherjann síðasta sumar.

Lacazette hafði náð munnlegu samkomulagi um samning við Atlético Madrid í maí á þessu ári, en félagaskiptin gengu ekki í gegn þar sem spænska félagið var úrskurðað í félagaskiptabann af Alþjóðaíþróttadómstólnum áður en félagaskiptin voru frágengin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert