Sagðir hafa hafnað 30 milljónum í Gylfa

Gylfi Sigurðsson í landsleiknum gegn Króatíu á dögunum.
Gylfi Sigurðsson í landsleiknum gegn Króatíu á dögunum. AFP

Forráðamenn Swansea eru sagðir hafa hafnað 30 milljón punda tilboði Everton í íslenska landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson samkvæmt frétt The Sun í kvöld. 30 milljónir punda eru tæpir 4 milljarðar íslenskra króna.

Ronald Koeman, stjóri Everton, er þegar búinn að eyða 58,4 milljónum punda í leikmennina Jordan Pickford, Davy Klaasen og Sandro Ramirez og gæti þurft, ef marka má frétt The Sun, að fara yfir 100 milljón punda múrinn í eyðslu í sumar sem þýðir að Gylfi gæti verið verðmetinn á yfir 40 milljónir punda hjá Swansea.

Stjórnarformaður Swansea, Huw Jenkins, sagði í síðustu viku að leikmaðurinn myndi fara fengi félagið tilboð sem það gæti ekki hafnað og sagði m.a.:

„Það er erfitt að áætla hversu verðmætur Gylfi er á markaðnum í dag. Fyrir okkur er hann ómetanlegur og við munum gera llt sem við getumtil þess að halda honum,” sagði Jenkins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert