Chelsea að landa Mónakómanni

Tiemoue Bakayoko á ferðinni gegn Juventus í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.
Tiemoue Bakayoko á ferðinni gegn Juventus í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. AFP

Chelsea er nálægt því að landa miðjumanninum Tiemoue Bakayoko frá Monaco. Viðræður hafa átt sér stað og vonir standa til að gengið verði frá kaupunum í þessari viku.

Þessu greinir BBC frá í dag. Bakayoko er 22 ára gamall og lék vel með Monaco í vetur þegar liðið komst meðal annars í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu.

Bakayoko kom til Monaco frá Rennes árið 2014 og lék sinn fyrsta A-landsleik fyrir Frakkland í vináttulandsleik gegn Spáni í mars.

Samkvæmt frétt BBC er Chelsea einnig á höttunum eftir Ales Sandro, vængbakverði Juventus, og þá hafa Romelu Lukaku og Virgil van Dijk verið orðaðir við félagið.

Diego Costa er á förum frá félaginu en óvissa ríkir um framtíð Nathan Ake sem Bournemouth er sagt vilja kaupa fyrir 20 milljónir punda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert