Eiga ekki í viðræðum við United

Alvaro Morata .
Alvaro Morata . AFP

Florentino Perez, forseti Real Madrid, hefur staðfest að forráðamenn félagsins hafi ekki rætt við Manchester United varðandi huganleg félagaskipti á spænska sóknarmanninum Alvaro Morata.

Sagt hefur frá því í fréttum að Morata hafi náð samkomulagi við Manchester United og að Madrid vilji fá 79 milljónir fyrir kappann. Perez segir þetta ekki rétt.

„Við erum ekki að semja við Manchester United. En það þýðir ekki að fólk í kringum hann sé að gera það. Það er eðlilegt,” sagði Perez.

„Ég hef lesið að við höfum náð sakomulagi fyrir ég veit ekki hversu margar milljónir. Það er ekki satt,” sagði Perz við El Primer Palo radio.

Juanma Lopez, umboðsmaður kappans hefur sagt að hann sé að reyna að koma kappnum í burtu frá Madrid og greindi einnig frá því í síðasta mánuði að AC Milan hafi boðið 80 milljónir evra í Morata sem Real Madrid hafnaði.

Florentino Perez, forseti Real Madrid.
Florentino Perez, forseti Real Madrid. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert