Koeman heldur áfram að kaupa

Michael Keane, til vinstri.
Michael Keane, til vinstri. AFP

Enska úrvalsdeildarfélagið Everton virðist vera að krækja í miðvörðinn Michael Keane frá Jóhann Berg Guðmundssyni og félögum í Burnley ef marka má heimildamenn Sky Sports.

Keane, sem er 24 ára gamall, er talinn fara frá Burnley á 25 milljónir punda en hann gekk í raðir liðsins frá Manchester United árið 2015 á 2 milljónir punda.

Ronald Koeman, knattspyrnusjtóri Everton, hefur verið afar virkur á leikmannamarkaðnum í sumar en hann hefur þegar keypt Jordan Pickford frá Sunderland á 25 milljónir punda, Davy Klassen frá Ajax á 23,6 milljónir punda og væntanlega Sandro Ramirez á 5,2 milljónir punda.

Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson er auk þess sagður efstur á lista Koemans og hefur ítrekað verið orðaður við Everton í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert