Chicharito fer til West Ham

Javier Hernandez fagnar marki með Mexíkó.
Javier Hernandez fagnar marki með Mexíkó. AFP

West Ham hefur náð samkomulagi í öllum meginatriðum við þýska liðið Bayer Leverkusen um kaup á mexíkóska framherjanum Javier Hernandez.

Hernandez eða „Chicharito“ eins og er jafnan kallaður hefur spilað með Leverkusen frá árinu 2015 þar sem hann hefur skorað 28 mörk í 54 leikjum í þýsku úrvalsdeildinni.

Þar áður lék hann sem lánsmaður hjá Real Madrid og þá var framherjinn leikmaður Manchester United frá 2010-15 þar sem hann skoraði 37 mörk í 103 leikjum í úrvalsdeildinni. Hernandez, sem er 29 ára gamall, hefur spilað 96 leiki fyrir Mexíkó og hefur í þeim skorað 48 mörk. Sannkölluð markavél!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert