Van Dijk æfir einn og vill fara

Virgil van Dijk fagnar.
Virgil van Dijk fagnar. AFP

Virgil van Dijk, fyrirliði Southampton, æfir einn og hefur óskað eftir því að fá að yfirgefa félagið að sögn Mauricio Pellegrino, knattspyrnustjóra liðsins.

Pellegrini skipaði Van Dijk að æfa og einum sér en ekki með liðinu því honum finnst leikmaðurinn ekki andlegu jafnvægi.

Miðvörðurinn sterki hefur í allt sumar verið sterklega verið orðaður við Liverpool en forráðamenn Liverpool greindu frá því í síðasta mánuði að þeir væru hættir við en skömmu áður hafði Southampton kvartað yfir því að Liverpool hefði sett sig í samband við leikmanninn og í kjölfarið baðst Liverpool afsökunar.

Southampton stendur fast á því að það vilji ekki selja Hollendinginn.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert