„Chicha­rito“ orðinn leikmaður West Ham

Javier Hernández er orðinn leikmaður West Ham.
Javier Hernández er orðinn leikmaður West Ham. Ljósmynd/Heimasíða West Ham

Javier Hernández er orðinn leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins West Ham eftir að félagið borgaði Bayer Leverkusen 16 milljónir punda fyrir þjónustu hans. „Chicha­rito“, eins og hann er kallaður, skrifar undir þriggja ára samning við félagið. 

Hernández fær 140.000 pund í vikulaun eða um 19,3 milljónir króna. Mexíkóinn spilaði 103 leiki fyrir Manchester United áður en hann gekk í raðir Leverkusen en hann var einnig lánaður til Real Madrid um tíma. 

Hann er markahæsti leikmaður mexíkóska landsliðsins frá upphafi með 48 mörk í 96 leikjum fyrir þjóð sína. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert