Gylfi byrjaður að æfa með aðalliðinu

Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er byrjaður að æfa með aðalliði Swansea City á nýjan leik eftir að hafa æft með U23 ára liði félagsins að undanförnu. Aðalliðið hefur verið í æfingabúðum í Bandaríkjunum undanfarnar tvær vikur en Gylfi fór ekki með liðinu. 

Everton hefur mikinn áhuga á að fá Gylfa til liðs við sig, en Swansea hafnaði tilboði upp á rúmar 40 milljónir punda í leikmanninn á dögunum. Óvíst var hvort Gylfi myndi halda áfram að æfa með U23 ára liðinu eða aðalliðinu eftir að það sneri til baka úr ferðinni. 

Swansea vill fá 50 milljónir punda fyrir Gylfa og ekki er ósennilegt að Everton komi með annað tilboð nálægt þeirri upphæði á næstunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert