Þetta félag ætlar sér að ná langt

Gylfi Þór Sigurðsson ásamt Ronald Koeman, knattspyrnustjóra Everton.
Gylfi Þór Sigurðsson ásamt Ronald Koeman, knattspyrnustjóra Everton. Ljósmynd/Everton

Gylfi Þór Sigurðsson skrifaði í dag undir fimm ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið Everton, en hann var keyptur frá Swansea fyrir metfé. Gylfi sagði í samtali við heimasíðu Everton að félagið sé á leið í rétta átt og að hann vonast til að hann haldi áfram að skora og leggja upp mörk eins og hann hefur gert með Swansea að undanförnu. 

„Vonandi næ ég að halda áfram að skora mörk og leggja upp eins og ég hef verið að gera og vonandi náum við langt. Þetta félag ætlar sér að ná langt og það er á leið í rétta átt. Það mikilvægasta er að liðið haldi áfram að vinna leiki og kemst ofar í töfluna," sagði Gylfi. 

„Ég vil skora eins mikið af mörkum og ég get og vonandi næ ég að leggja upp mörg líka. Það eru markmiðin mín og á meðan liðinu gengur vel þá er ég ánægður," bætti hann við. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert