Stoke hafði betur gegn Arsenal

Leikmenn Stoke fagna fyrsta marki leiksins.
Leikmenn Stoke fagna fyrsta marki leiksins. AFP

Stoke City vann Arsenal, 1:0 á heimavelli sínum í annarri umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag. Jesé Rodríguez skoraði sigurmarkið á 47. mínútu í sínum fyrsta leik með Stoke. 

Staðan eftir fremur rólegan fyrri hálfleik var markalaus en Stoke byrjaði síðari hálfleikinn af krafti og skoraði Rodríguez af stuttu færi eftir góða sendingu Saido Berahino. 

Arsenal reyndi allt hvað það gat til að jafna leikinn, en það gekk illa að skapa sér alvöru færi og fékk Stoke því sín fyrstu stig á leiktíðinni. 

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu á mbl.is. 

Stoke 1:0 Arsenal opna loka
90. mín. Það verða að minnsta kosti fimm mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert