Huddersfield vann nýliðaslaginn

Leikmenn Huddersfield fagna sigurmarkinu.
Leikmenn Huddersfield fagna sigurmarkinu. AFP

Huddersfield er með fullt hús stiga eftir tvo leiki í ensku úrvalsdeildinni eftir 1:0-heimasigur á Newcastle í dag. Ástralinn Aaron Mooy skoraði sigurmarkið í upphafi síðari hálfleiks með fallegu skoti. 

Fyrri hálfleikurinn fer seint í sögubækurnar fyrir skemmtanagildi og var staðan markalaus í leikhléi. Huddersfield byrjaði síðari hálfleikinn hins vegar með látum og komst í 1:0. Illa gekk hjá slöku liði Newcastle að skapa sér færi til að jafna leikinn. 

Það besta fékk þó Ayoze Pérez eftir 68 mínútna leik en skotið hans af stuttu færi fór yfir markið. Newcastle er án stiga eftir fyrstu tvo leiki sína. 

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu á mbl.is.

Huddersfield 1:0 Newcastle opna loka
90. mín. Joselu (Newcastle) á skot sem er varið Beint á Lössl sem ver auðveldlega. Það verða að minnsta kosti fjórar mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert