Átti að kaupa framherja en ekki Gylfa

Jamie Carragher spjallar við Gary Neville.
Jamie Carragher spjallar við Gary Neville. Ljósmynd/Skysports.com

Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool og núverandi starfsmaður ensku sjónvarpsstöðvarinnar Sky Sports, segir að Everton hefði átt að kaupa framherja frekar en Gylfa Þór Sigurðsson. 

Gylfi er dýrasti leikmaðurinn í sögu Everton, en félagið keypti hann á um 45 milljónir punda frá Swansea. 

„Peningurinn sem fór í Gylfa hefði frekar átt að fara í framherja," sagði Carragher. Everton seldi Romelu Lukaku til Manchester United í sumar og er félagið enn á höttunum á eftir manni í hans stað. 

Wayne Rooney hefur verið framherji Everton á leiktíðinni til þessa og skorað í báðum deildarleikjum liðsins í upphafi leiktíðar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert