„Nú er tímabært fyrir mig að hætta“

Wayne Rooney gaf frá sér yfirlýsingu í dag.
Wayne Rooney gaf frá sér yfirlýsingu í dag. AFP

Wayne Rooney sendi frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þess efnis að hann muni ekki leika aftur með enska landsliðinu. Kappinn er 31 árs og á að baki 119 landsleiki og 53 mörk með liðinu. Hann leikur nú með Gylfa Þór Sigurðssyni hjá Everton.

Hér að neðan má lesa yfirlýsingu Rooney.

„Það var frábært að Gareth Southgate hringdi í mig í vikunni og sagði mér að hann vildi fá mig aftur í enska liðið fyrir leikina sem eru á næstunni. Ég kunni virkilega að meta það.

Hins vegar eftir að hafa hugsað málið vel og lengi, sagði ég Gareth að ég hefði ákveðið að hætta að leika á alþjóðlegum vettvangi með liðinu fyrir fullt og allt.

Þetta er mjög erfið ákvörðun sem ég hef rætt við fjölskylduna mína, stjóra Everton og mína nánustu.

Að spila fyrir England hefur alltaf skipt mig miklu máli. Hvert skipti sem ég var valinn sem leikmaður eða fyrirliði var algjör forréttindi og ég vil þakka öllum sem hjálpuðu mér. Nú held ég að sé tímabært fyrir mig að hætta.

Það var erfið ákvörðun að fara frá Manchester United en ég veit að ég tók rétta ákvörðun að koma aftur heim til Everton. Nú vil ég eyða allri minni orku í að hjálpa liðinu og það nái árangri.

Ég mun alltaf verða harður stuðningsmaður Englands. Ein af mínum örfáu eftirsjám er að hafa ekki verið hluti af sigursælu liði Englands. Vonandi munu leikmennirnir sem Gareth er að koma með inn í liðið taka metnaðinn á næsta stig og ég vona að allir muni styðja liðið.

Einn daginn mun draumurinn rætast og ég hlakka til að vera þar sem aðdáandi – eða í hvaða hlutverki sem er.“

Hér má lesa yfirlýsinguna á ensku.

Frétt mbl.is: Rooney er hættur í landsliðinu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert