Rooney er hættur í landsliðinu

Wayne Rooney mun ekki leika með enska landsliðinu aftur.
Wayne Rooney mun ekki leika með enska landsliðinu aftur. AFP

Knattspyrnugoðsögnin Wayne Rooney hefur gefið það út að hann sé hættur að leika með enska landsliðinu. Þjálfari enska liðsins, Gareth Southgate, valdi Rooney í liðið fyrir leikina gegn Möltu og Slóvakíu í undankeppni HM. „Hvert skipti sem ég var valinn var mikil forréttindi, en ég held að nú sé tíminn fyrir mig að hætta,“ sagði Rooney um ákvörðunina.

Everton-maðurinn skoraði 53 mörk í 119 landsleikjum, en það síðasta var gegn Íslandi á EM í Frakklandi árið 2016. Rooney var ekki valinn í leiki gegn Skotlandi og Spáni í júní, en hann steig fyrst fram á sjónarsviðið með landsliðinu árið 2003.

Kappinn tilkynnti ákvörðun sína tveimur dögum eftir að hann skoraði sitt 200. mark í ensku úrvalsdeildinni í 1:1 jafntefli Everton gegn Manchester City. Sagði hann eftir leikinn að hann ætlaði að einbeita sér að Everton og að hann yrði í sambandi við Gareth Southgate á næstu dögum: „Ég mun ræða við Gareth Southgate á næstu dögum. Við sjáum hvað gerist.“

Hægt er að lesa yfirlýsingu Rooney í frétt mbl.is: „Nú er tímabært fyrir mig að hætta"

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert