Dregið í enska deildabikarnum

Manchester United er ríkjandi deildabikarmeistari.
Manchester United er ríkjandi deildabikarmeistari. AFP

Manchester United hefur titilvörnina í ensku deildabikarkeppninni í knattspyrnu gegn B-deildarliðinu Burton en dregið var til 3. umferðarinnar í Peking í nótt að íslenskum tíma.

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hans ú Everton mæta Sunderland á heimavelli og Burnley, lið Jóhanns Berg Guðmundssonar, tekur á móti Leeds. Liverpool sækir Leicester City heim, Manchester City leikur við WBA á útivelli, Arsenal leikur við Doncaster og Chelsea fékk heimaleik gegn Nottingam Forest.

Drátturinn varð þessi:

West Bromwich Albion v Manchester City

Everton v Sunderland

Leicester City v Liverpool

Manchester United v Burton Albion

Brentford v Norwich City

Wolverhampton Wanderers v Bristol Rovers

Burnley v Leeds

Arsenal v Doncaster Rovers

Bristol City v Stoke City

Reading v Swansea City

Aston Villa v Middlesbrough

Chelsea v Nottingham Forest

West Ham United v Bolton Wanderers

Crystal Palace v Huddersfield Town

Tottenham Hotspur v Barnsley/Derby County

Bournemouth v Brighton and Hove Albion

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert