Liverpool úr leik

Philippe Coutinho í baráttu við Marc Albrighton á King Power …
Philippe Coutinho í baráttu við Marc Albrighton á King Power vellinum í kvöld. AFP

Liverpool féll úr leik í 32-liða úrslitum ensku deildabikarkeppninnar í knattspyrnu í kvöld þegar liðið tapaði fyrir Leicester City á King Power vellinum í Leicester.

Liverpool réð algjörlega ferðinni í fyrri hálfleik en heimamenn bættu leik sinn í seinni hálfleik og tókst að innbyrða 2:0 sigur með mörkum frá Shinji Okazaki og Islam Slimani. Liðin eigast aftur við í deildinni á King Power vellinum á laugardaginn.

Hörður Björgvin Magnússon fékk loksins tækifæri í liði Bristol City sem gerði sér lítið fyrir og lagði Stoke City á heimavelli, 2:0. Hörður lék allan tímann.

Birkir Bjarnason og félagar hans í Aston Villa töpuðu á heimavelli fyrir Middlesbrough á heimavelli, 2:0, þar sem Birkir lék allan tímann.

Deli Alli skaut Tottenham áfram en hann skoraði eina mark Tottenham í sigri gegn Barnsley á Wembley. Sigurmarkið kom á 65. mínútu leiksins.

Framlenging stendur yfir í viðureign Burnley og Leeds United þar sem Jóhann Berg er í eldlínunni með Burnley. Burnley jafnaði metin í 2:2 á sjöttu mínútu í uppbótaríma.

Jón Daði Böðvarsson lék síðasta stundarfjórðunginn fyrir Reading sem tapaði á heimavelli fyrir Swansea, 2:0. Alfie Mawson og Jordan Ayew skoruðu mörkin.

Eftir að hafa spilað fimm leiki í ensku úrvalsdeildinni án þess að skora braust Crystal Palace ísinn með því vinna 1:0 sigur gegn Huddersfield. Bakary Sako skoraði sigurmarkið í fyrri hálfleik.

Úrslitin í leikjunum:

Bournemouth - Brighton, 1:0 (e.framl.)
Aston Villa - Middlesbrough, 0:2 (leik lokið)
Brentford - Norwich, 1:3 (leik lokið)
Bristol City - Stoke, 2:0 (leik lokið)
Burnley - Leeds, 2:2 (Leeds vann 5:4 í vítakeppni)
Crystal Palace - Huddersfield, 1:0 (leik lokið)
Leicester - Liverpool, 2:0 (leik lokið)
West Ham - Bolton, 3:0 (leik lokið)
Wolves - Bristol Rovers, 1:0 (e.framl.)
Reading - Swansea, 0:2 (leik lokið)
Tottenham - Barnsley, 1:0 (leik lokið)

20.43 MARK!! Swansea er komið í 2:0 á útivelli gegn Reading. Jordan Ayew skoraði síðara markið.

20.39 MARK!! Dramatíkin heldur áfram á Turf Moor því Robert Brady var að jafna metin í 2:2 fyrir Burnley á sjöttu mínútu í uppbótartíma með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu.

20.37 MARK!! Dramatík á Turf Moor. Pablo Hernandez var að koma Leeds yfir með marki úr vítaspyrnu.

20.32 MARK!! Burnley var að jafna metin gegn Bristol City með marki frá Chris Wood af vítapunktinum.

20.24 MARK!! Leeds United sem hefur byrjað frábærlega í B-deildinni var að komast yfir á móti Burnley á Turf Moor. Hadi Sacko skoraði markið.

20.23 MARK!! Tottenham var að brjóta ísinn fyrir Tottenham. Markið skoraði Dele Alli.

20.20 MARK!! Leicester er á leið í 4. umferðina en Islam Slimani var að koma liðinu í 2:0 með glæsilegu skoti.
20.15 Danny Ings var að koma inná í liði Liverpool en hann er búinn að vera frá keppni meira og minna í tvö ár.

20.14 Jóhann Berg Guðmundsson var að fá gult spjald fyrir peysutog. Staðan er 0:0 hjá Burnley og Leeds.

20.10 MARK!! Miðvörðurinn Alfie Mawson er búinn að koma Swansea yfir gegn Reading á útivelli.

20.09 MARK!! Patrick Bamford var að skora sitt annað mark og koma Middlesbrough í 2:0 gegn Aston Villa.

20.07 MARK!! Leiceer er komið í 1:0 gegn Liverpool. Japaninn Shinji Okazaki skoraði með marki með skoti úr vítateignum sem hafði viðkomu í varnamanni Liverpool.

20.03 MARK!! Bristol City var að komast í 2:0 á móti Stoke City með marki frá Matt Taylor.

20.00 MARK!! Birkir Bjarnason og samherjar hans í Aston Villa eru komnir undir á heimavelli gegn Middlesbrough. Markaskorarinn var Patrick Bamford sem skoraði úr víti. Villa er manni færri en Tommy Elphick fékk sitt annað gula spjald á 58. mínútu.

19.53 MARK!! Hörður Björgvin Magnússon og félagar hans í Bristol City eru komnir í 1:0 gegn Stoke með marki frá Famara Diedhiou.

19.50 Liverpool gerði breytingu á liði sínu í hálfleiknum. Ben Woodburn kom inná fyrir Phillipe Coutinho.

19.47 Síðari hálfleikurinn er hafinn í leikjunum níu sem hófust klukkan 18.45 en það er kominn í hálfleikur í tveimur síðustu leikjunum.

19.31 Það er kominn hálfleikur í leikjunum níu sem hófust klukkan 18.45. Leikmenn eru ekki beint á skotskónum. Það er markalaust hjá Leicester og Liverpool þar sem Liverpool hefur ráðið ferðinni mest allan leikinn.

19.30 Solanke í góðu færi fyrir Liverpool en hann lyfti boltanum yfir markið.

19.17 MARK!! West Ham er í góðum málum en liðið var að komast í 2:0 á móti Bolton. Diafra Sakho skoraði markið.

19.10 Það er enn markalaust á King Power vellinum í Leicester þar sem heimamenn taka á móti Liverpool. Gestirnir hafa verið sterkari aðilinn þessar fyrstu 25 mínútur.

19.00 MARK!! Crystal Palce er komið yfir gegn Huddersfield með marki frá Bakary Sako. Palace loks búið að brjóta ísinn en liðinu hafði ekki tekist að skora í fyrstu 5 leikjunum í deildinni.

18.55 Flottir taktar hjá Coutinho sem lék á þrjár varnarmenn Leicester en skot hans var varið af markverði Leicester.

18.50 MARK!! Fyrsta mark leiksins er komið en það skoraði Angelo Obinze Ogbonna fyrir West Ham gegn Bolton.

18.45 Búið er flauta til leiks í níu leikjum.

Fyrir leikina:

* Birkir Bjarnason er í byrjunarliði Aston Villa gegn Middlesbrough.

* Hörður Björgvin Magnússon fær loksins tækifæri í liði Bristol City sem tekur á móti Stoke City.

* Jóhann Berg Guðmundsson er í byrjunarliði Burnley sem fær Leeds, toppliðið í ensku B-deildinni í heimsókn.

* Jón Daði Böðvarsson er á meðal varamanna í liði Reading sem tekur á móti Swansea. Axel Óskar Andrés­son er hins vegar ekki í leikmannahópi Reading í kvöld.

* Byrjunarlið Liverpool í leiknum gegn Leicester: Ward, Flanag­an, Gomez, Kla­v­an, Robert­son, Hend­er­son, Grujic, Wijn­ald­um, Oxla­de-Cham­berlain, Cout­in­ho, Solan­ke.

* Byrjunarlið Leicester: Hamer, Amartey, Dragovic, Morgan, Chilwell, Albrighton, Iborra, Ndidi, Gray, Slimani, Ulloa.

* Byrjunarlið Tottenham í leiknum gegn Barnsley: Vorm, Triiper, Foyth, Vertonghen, Walker-Peters, Dembele, Winks, Sissoko, Alli, Son, Llorente.

Jóhann Berg Guðmundsson er í byrjunarliði Burnley gegn Leeds United …
Jóhann Berg Guðmundsson er í byrjunarliði Burnley gegn Leeds United í kvöld. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert