Everton sektað af UEFA

Stuðningsmenn Hajduk Split á Goodison Park.
Stuðningsmenn Hajduk Split á Goodison Park. AFP

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur sektað Everton og Hajduk Split eftir að til óeirða kom á Goodison Park í fyrri viðureign liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í síðasta mánuði.

Nokkrir stuðningsmenn króatíska liðsins ruddust inn á völlinn og hentu hlutum inn á hann og þurfti að gera hlé á leiknum í 33 mínútur. Þá voru nokkur sæti á vellinum eyðilögð.

Hadjuk Split þarf að greiða upphæð sem nemur rúmum fimm milljónum króna og Everton var sektað um upphæð sem jafngildir um 1,3 milljónum króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert