Komast Gylfi og félagar úr fallsæti?

Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. AFP

Everton freistar þess á morgun að komast úr fallsæti ensku úrvalsdeildarinnar þegar liðið tekur á móti Bournemouth í 6. umferð deildarinnar.

Fyrir umferðina er Everton í þriðja neðsta sæti deildarinnar með aðeins fjögur stig, er sætinu fyrir ofan Bournemouth sem hefur þrjú stig.

Everton vann langþráðan sigur í vikunni þegar það lagði Sunderland, 3:0, í deildabikarnum þar sem Gylfi Þór Sigurðsson sat allan tímann á bekknum.

Gylfi mun ef að líkum lætur koma inn í byrjunarlið Everton á morgun og hann vill örugglega komast á blað en honum hefur ekki tekist að skora í þeim fjórum leikjum sem hann hefur spilað með liðinu í deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert