Mourinho veit ekkert um Pogba

Paul Pogba er meiddur.
Paul Pogba er meiddur. AFP

José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, segist ekki hafa hugmynd um hvenær franski miðjumaðurinn Paul Pogba verði klár í slaginn á ný vegna meiðsla.

Pogba var talinn verða frá í sex vikur vegna meiðsla í læri sem hann varð fyrir í leiknum gegn Basel í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu um miðjan mánuðinn. Mourinho segir að United geti bjargað sér án hans.

„Ég hef ekki hugmynd um það hvenær hann kemur aftur. En þetta er gott tækifæri fyrir aðra leikmenn að spila meira og ég treysti þeim öllum. Ég ætla því ekki að telja niður dagana þangað til Pogba kemur aftur. Alls ekki. Honum verður tekið vel þegar hann kemur en þangað til treysti ég mínum mönnum,“ sagði Mourinho á fréttamannafundi í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert