Gerðum það sem allir eru að gera í úrvalsdeildinni

Jose Mourinho á hliðarlínunni í gær.
Jose Mourinho á hliðarlínunni í gær. AFP

„Ég er ánægður með að við réðum við eitthvað sem við höfum ekki gert áður á þessu tímabili sem var að verjast síðustu 20-25 mínúturnar,“ sagði José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United eftir 1:0 sigurinn á Southampton í gær en Portúgalanum var vísað upp í stúku undir lok leiks.

„Þetta var erfiður leikur í dag,“ sagði Mourinho. „Þeir spiluðu með tvo framherja síðustu 20 mínúturnar og spiluðu beint á þá. Þeir létu á okkur reyna,” sagði Mourinho við BBC.

„Eftir að hafa mistekist að gera út um leikinn vörðumst við. Við gerðum það sem eiginlega allir aðrir í ensku úrvalsdeildinni gera, sem er að spila með fimm varnarmenn,“ sagði Mourinho.

Mourinho var vísað upp í stúku undir lok leiksins í gær fyrir að hafa stigið inn á völlinn. Spurður hvort hann hefði gert það sagði Mourinho: „Nei. Það held ég ekki.” Sitt sýnist þó hverjum, en mynd af atvikinu má sjá hér að neðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert