Hemed með sigurmarkið gegn Newcastle

Tomer Hemed fagnar markinu í dag.
Tomer Hemed fagnar markinu í dag. AFP

Brighton & Hove Albion vann Newcastle 1:0 í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Ísraelski framherjinn Tommer Hemed skoraði sigurmarkið á 51. mínútu með laglegri afgreiðslu af stuttu færi eftir að Brighton hafði fengið aukaspyrnu.

Brighton & Hove Albion hefur sjö stig í 13. sæti en Newcastle, undir stjórn Rafa Benítez, sem hafði unnið tvo leiki í röð fyrir leikinn í dag hefur 9 stig í 8. sætinu.

90. Leik lokið. Brighton & Hove Albion vinnur sinn annan sigur í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

51. MARK! 1:0. Tommer Hemed kemur heimamönnum yfir.

46. Síðari hálfleikur hafinn.

45. Hálfleikur.

1. Leikurinn er hafinn.

0. Byrjunarliðin:

Newcastle: Elliot; Yedlin, Lascelles, Clark, Mbemba; Hayden, Merino; Ritchie, Perez, Atsu; Joselu"

Brighton: Ryan, Bruno, Duffy, Dunk, Suttner, Knockaert, Stephens, Propper, March, Gross, Hemed

Enski varnarmaðurinn Jamaal Lascelles hefur sannarlega verið betri en enginn …
Enski varnarmaðurinn Jamaal Lascelles hefur sannarlega verið betri en enginn í liði Newcastle á leiktíðinni og hefur skorað sigurmarkið fyrir liðið í síðustu tveimur leikjum í deildinni. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert