Mignolet sannkallaður vítabani

Simon Mignolet.
Simon Mignolet. AFP

Simon Mignolet, belgíski markvörðurinn í liði Liverpool, er sannkallaður vítabani en hann varði vítaspyrnu frá Jamie Vardy í viðureign Liverpool og Leicester á King Power-vellinum í Leicester á laugardagskvöldið.

Frá því Mignolet gekk í raðir Liverpool fyrir tímabilið 2013-14 hefur hann varið 7 af þeim 15 vítaspyrnum sem hann hefur þurft að glíma við á milli stanganna hjá Liverpool eða 46,6%.

Aðeins tveir markverðir í sögu Liverpool hafa varið fleiri vítaspyrnur heldur en Mignolet. Elish Scott sem lék í marki Liverpool 1912-1934 varði 9 vítaspyrnur en Sam Hardy sem lék í markinu 1905-1912 tókst að verja 10 vítaspyrnur sem er félagsmet.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert