Leicester rekur stjórann

Craig Shakespeare.
Craig Shakespeare. AFP

Enska úrvalsdeildarfélagið Leicester hefur rekið knattspyrnustjórann Craig Shakespeare úr starfi, en þetta var tilkynnt fyrir skömmu.

Leicester hefur aðeins unnið einn af fyrstu átta leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og eftir 1:1 jafntefli við West Brom í gærkvöldi er liðið í 18. sæti deildarinnar.

Shakespeare var aðstoðarmaður Claudio Ranieri þegar Leicester varð enskur meistari vorið 2016. Ranieri var rekinn í febrúar í fyrra og þá tók Shakespeare í fyrstu við sem tímabundinn stjóri, áður en hann var ráðinn. Hann skrifaði undir nýjan þriggja ára samning síðasta sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert