Koeman kominn á endastöð með liðið

Það er mikil pressa á Ronald Koeman, knattspyrnustjóra Everton, þessa …
Það er mikil pressa á Ronald Koeman, knattspyrnustjóra Everton, þessa stundina. AFP

Jamie Redknapp, sparkspekingur Skysports, telur að dagar Ronald Koeman, knattspyrnustjóra Everton, séu taldir og stjórn félagsins ætti að reka hann úr starfi. Tap Everton gegn Arsenal í dag var fimmta tap liðsins í fyrstu níu deildarleikjum liðsins og liðið hefur einungis haft betur í tveimur af síðustu 13 leikjum sínum. 

„Ég met það þannig að Koeman sé kominn á endastöð með Everton. Liðið er ekki bara að tapa, heldur er ekkert sem bendir til þess að Koeman geti snúið gengi liðsins við,“ sagði Redknapp í umfjöllun Skysports um tap Everton gegn Arsenal í dag. 

„Everton er ekki vant því að örvænta þegar liðið hefur verið í stöðu sem þessari, en spilamennskan er hins vegar þannig að ég tel nauðsynlegt að bregðast við. Það að bíða ósigur, 5:2, er ekki leiðin til þess að sannfæra stjórn félags um að þú sért rétti maðurinn í starfið,“ sagði Redknapp enn fremur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert