Það versta sem leikmennirnir gátu heyrt

José Mourinho á hliðarlínunni í gær.
José Mourinho á hliðarlínunni í gær. AFP

Fyrrverandi leikmaður Manchester United, Phil Neville, segir að United hafi átt skilið að tapa gegn Huddersfield í ensku úrvalsdeildinni í gær. Hann segir ummæli José Mourinho, knattspyrnustjóra United, eftir leik það versta sem leikmennirnir gátu heyrt.

Neville sagði að frammistaðan í tapinu í gær væri í raun framhald á því hvernig liðið hefur leikið í síðustu leikjum. United gerði markalaust jafntefli gegn Liverpool fyrir viku og marði 1:0-sigur gegn Benfica í Meistaradeildinni í miðri viku.

„Þeir hafa ekki verið góðir undanfarna viku og hafa misst kraftinn og neistann sem þeir höfðu fyrr á tímabilinu,“ sagði Neville eftir leikinn í gær.

„Ég held að það sé það versta sem getur komið fyrir þig sem leikmann Manchester United þegar knattspyrnustjórinn efast um löngun þína og viðhorf,“ bætti Neville við.

Mourinho sagði að tapið væri áfall og kvaðst hafa áhyggjur af frammistöðu liðsins. „Ef við hefðum spilað æf­inga­leik með sama viðhorf þá væri ég samt ósátt­ur,“ sagði Mour­in­ho.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert