Klopp um komandi törn: „Búm, búm, búm“

Jürgen Klopp.
Jürgen Klopp. AFP

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að liðið sé betur í stakk búið að takast á við komandi leikjatörn. Fram undan eru 13 leikir liðsins fram að áramótum. Törnin hefst í dag með leik gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Klopp viðurkennir að gengi liðsins í þessari törn muni mögulega skera úr um hvort Liverpool muni ná að gera tilkall til sinna markmiða fyrir tímabilið. Liverpool vann þrjá leiki í röð áður en að landsleikjahléinu kom og er nú að baki og hefur auk þess endurheimt menn úr meiðslum. Má þar nefna Adam Lallana sem ekkert hefur spilað á tímabilinu, Sadio Mané sem kom snemma úr landsleikjahléinu eftir meiðsli og Jordan Henderson. Eru þeir allir klárir í slaginn.

„Við munum þurfa á öllum að halda,“ sagði Klopp um komandi törn sem Klopp segir afar mikilvæga.

„Soutampton-leikurinn er ótrúlega mikilvægur. Sevilla, ótrúlega [mikilvægur líka, innsk. blm.] Chelesa? Vá! Þetta er bara „búm, búm, búm“ og ég hlakka mjög mikið til,“ sagði Klopp við blaðamenn.

„Vonandi getum við haldið þessi hóp heilum og mótiveruðum. Þetta er ekki bara mikið álag í þessari törn heldur er hún einnig afar mikilvæg,“ sagði Klopp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert