Pulis rekinn frá West Brom

Tony Pulis.
Tony Pulis. AFP

Tony Pulis hefur verið rekinn úr starfi knattspyrnustjóra West Brom eftir tap fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni um helgina, 4:0.

West Brom er nú aðeins stigi fyrir ofan fallsvæðið eftir 16 leiki og hefur ekki unnið í síðustu 10 leikjum í deildinni. Liðið vann fyrstu þrjá leiki sína á tímabilinu en síðasti sigurleikur kom þann 22. ágúst gegn D-deildarliðinu Accrington í deildabikarnum.

Síðan þá hefur liðið gert fjögur jafntefli en tapað sjö leikjum og Pulis hafði sjálfur lýst því yfir að það kæmi sér ekki á óvart að verða rekinn.

Pulis tók við West Brom árið 2015 eftir að hafa áður stýrt Crystal Palace og Stoke svo eitthvað sé nefnt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert