Þrír sterkir skildir eftir í Manchester

Manchester United tók æfingu á æfingasvæði sínu í Manchester í …
Manchester United tók æfingu á æfingasvæði sínu í Manchester í morgun áður en liðið hélt til Basel. AFP

Þrír öflugir leikmenn í Manchester United fóru ekki með liðinu til Basel í Sviss í dag en United mætir svissnesku meisturunum í fimmtu umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í knattspyrnu annað kvöld.

Eric Bailly, Phil Jones og Michael Carrick urðu allir eftir í Manchester en þeir eru allir á sjúkralistanum.

Zlatan Ibrahimovic, Paul Pogba og Marcos Rojo eru í leikmannahópnum en þeir sneru til baka um síðustu helgi eftir meiðsli þegar Manchester United lagði Newcastle. Pogba byrjaði inni á í þeim, skoraði eitt og lagði upp annað, Zlatan lék síðasta korterið en Rojo sat á bekknum.

Með því að fá stig úr leiknum annað kvöld tryggir United sér sigur í riðlinum en liðið er öruggt áfram í 16-liða úrslitin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert