Fyrsta tap United

Ander Herrera í baráttu við Dimitri Oberlin í Basel í …
Ander Herrera í baráttu við Dimitri Oberlin í Basel í kvöld. AFP

Manchester United tapaði sínum fyrsta leik í Meistaradeildinni á tímabilinu þegar liðið tapaði fyrir Basel á útivelli í næstu síðustu umferð riðlakeppninnar.

Það stefndi allt í markalaust jafntefli, sem hefði dugað Manchester United til að komast í 16-liða úrslitin og vinna riðilinn, en tveimur mínútum fyrir leikslok skoraði Michael Lang sigurmarkið og það ræðst ekki fyrr en í síðustu umferðinni hvaða tvö lið komast áfram. United er með 12 stig, Basel 9, CSKA Moskva 9 og Benfica 3. Manchester United fær CSKA í heimsókn í lokaumferðinni en Basel sækir Benfica heim. United hafði undirtökin í fyrri hálfleik en í þeim síðari voru Basel-menn miklu betri gegn arfaslökum liðsmönnum United. Manchester United er svo gott sem komið áfram en liðið þarf að tapa með sex marka mun fyrir CSKA til að falla úr leik.

Barcelona tryggði sér sigur í D-riðlinum með markalausu jafntefli gegn Juventus. Barcelona er 11 stig, Juventus 8 og Sporting 7. Juventus sækir Olympiacos heim í lokaumferðinni en Sporting leikur gegn Barcelona á útivelli.

C-riðillinn er spennandi. Chelsea er komið áfram en baráttan um annað sætið stendur á milli Roma og Atlético Madrid. Liðin áttust við í Madrid í kvöld þar sem Atlético hafði betur, 2:0. Chelsea er með 10 stig, Roma 8, Atletíco 6 og Qarabag 2. Roma mætir Qarabag á heimavelli í síðustu umferðinni og Atlético leikur gegn Chelsea á Stamford Bridge.

Paris SG hélt sigurgöngu sinni áfram en liðið slátraði Celtic, 7:1, eftir að hafa lent marki undir strax á fyrstu mínútunni. Paris er með fullt hús stiga og markatöluna 24:1. Neymar og Edison Cavani skoruðu tvö mörk hvor fyrir Parísarliðið. Þá hafði Bayern München betur gegn Anderlecht í Brüssel, 2:1. Paris SG er búið að vinna riðilinn en Bayern er öruggt með annað sætið.

Úrslit kvöldsins:

A-riðill:
CSKA Moskva – Benfica 2:0
Georgi Shchennikov 13., Jardel 56. (sjálfmark)
Basel – Manchester United

B-riðill:
Anderlecht – Bayern München, 1:2
Sofiane Hanni 63. - Robert Lewandowski 51., Corentin Tolisso 77.
PSG – Celtic, 7:1
Neymar 9.,22.,
Edinson Cavani 28.,79., Kylian Mbappe 35., Marco Veratti 75., Daniel Alves 80.  - Moussa Dembele 1.

C-riðill:
Qarabag – Chelsea, 0:4
Eden Hazard 21. (víti), Willan 36., 85., Cesc Fábregas 73. (víti).
Atlético Madrid – Roma, 2:0
Antoine Griezmann 69., Kevin Gameiro 85.

D-riðill:
Juventus – Barcelona
Sporting – Olympiakos, 3:1
Bas Dost 40.,66.,
Bruno Cesar 43. - Vadis Odjidja-Ofoe 87.

Basel 1:0 Man. Utd opna loka
90. mín. Leik lokið +3 Fyrsta tap United í riðlinum staðreynd og riðillinn er galopinn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert