Niasse fékk tveggja leikja bann fyrir dýfuna

Oumar Niasse.
Oumar Niasse. AFP

Oumar Niasse, framherji enska úrvalsdeildarliðsins Everton, hefur verið úrskurðaður í tveggja leikja bann af aganefnd enska knattspyrnusambandsins.

Niasse var kærður fyr­ir að dýfa sér vís­vit­andi og fiska víta­spyrnu gegn Crystal Palace í ensku úr­vals­deild­inni um liðna helgi.

Ni­asse lét sig falla eft­ir litla sem enga snert­ingu frá Scott Dann strax á fimmtu mín­útu og fékk víta­spyrnu. Úr henni skoraði Leig­ht­on Baines fyr­ir Evert­on, en Ni­asse sjálf­ur átti svo eft­ir að jafna met­in í 2:2 sem voru loka­töl­ur leiks­ins.

Niasse er fyrsti leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni sem er úrskurðaður í leikbann fyrir leikaraskap.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert