Arsenal tapaði í Köln

Matthias Lehmann og Jack Wilshere í baráttunni í Köln í …
Matthias Lehmann og Jack Wilshere í baráttunni í Köln í kvöld. AFP

Arsenal varð að sætta sig við 1:0 tap gegn Köln í 5. umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu en liðin áttust við í Köln í Þýskalandi í kvöld.

Sehrou Guirassy skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu á 62. mínútu leiksins en vítaspyrnan var dæmd á Frakkann Mathieu Debuchy.

Tapið breytir því þó ekki að Arsenal hefur tryggt sér sigur í riðlinum en liðið er með 10 stig í toppsætinu, Köln og Rauða stjarnan eru með 6 stig og BATE Borisov 5.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert