Segja að Özil fari til Barcelona

Mesut Özil.
Mesut Özil. AFP

Þýski landsliðsmaðurinn Mesut Özil er sagður vera búinn að samþykkja tilboð frá Barcelona og muni fara til liðsins frá Arsenal þegar opnað verður fyrir félagaskipti í janúar.

Spænska útvarpsstöðin Catalan Radio segir að Özil komi til Barcelona í janúarglugganum fyrir 20 milljónir evra, sem jafngildir um 2,5 milljörðum íslenskra króna, og muni gera þriggja ára samning en samningur hans við Arsenal rennur út eftir tímabilið.

Özil, sem er 29 ára gamall, kom til Arsenal frá Real Madrid árið 2013. Þjóðverjinn byrjaði vel hjá Lundúnaliðinu en hann hefur ekki staðið undir væntingum og hafa stuðningsmenn Arsenal verið mjög iðnir við að gagnrýna frammistöðu hans á vellinum.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert