Verið frá vegna hjartsláttartruflana

Michael Carrick.
Michael Carrick. AFP

Knattspyrnumaðurinn Michael Carrick, leikmaður Manchester United, greindi frá því á Instagram-síðu sinni í kvöld að hann hefði verið frá keppni síðan í september vegna hjartsláttartruflana sem hann fann fyrir í leik liðsins í september.

Carrick kenndi sér meins í brjósti og tjáði í færslunni að honum hefði liðið „undarlega“ í síðari hálfleik í 4:1-sigri Manchester United á Burton Albion í deildabikarnum þann 20. september síðastliðinn.

Eftir rannsóknir hafi hjartsláttartruflanir komið í ljós og gekkst Carrick vegna þeirra.

Carrick segir að sér líði vel í dag en að hann þurfi að fara hægt og rólega stað á ný og segist vona að vera kominn í keppnisform fljótlega en hann hefur hafið æfingar með liðinu.

<div> <div></div> </div>

<a href="https://www.instagram.com/p/Bb5AM5mBeov/" target="_blank">Here is a statement in relation to my recent fitness. Thank You.</a>

A post shared by Michael Carrick (@carras16) on Nov 24, 2017 at 12:02pm PST

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert