Jóhann Berg lagt upp þriðjung marka Burnley

Jóhann Berg Guðmundsson með Burnley.
Jóhann Berg Guðmundsson með Burnley. AFP

Jóhann Berg Guðmundsson hefur stimplað sig rækilega inn sem lykilmaður hjá Burnley sem hefur komið liða mest á óvart í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu það sem af er tímabili.

Eftir 16 umferðir er liðið með 28 stig í sjöunda sætinu, aðeins fjórum stigum frá Englandsmeisturum Chelsea sem eru í þriðja sæti. Jóhann Berg lagði upp sigurmark Burnley þegar liðið vann Watford 1:0 um helgina, en þetta var hans fimmta stoðsending á tímabilinu. Hann er í sjötta sæti yfir flestar stoðsendingar allra í deildinni í ár og enginn hefur lagt upp fleiri mörk hjá liðinu.

Jóhann Berg var inn og út úr liði Burnley á síðustu leiktíð, kom við sögu í 20 leikjum og þar af 10 sinnum sem varamaður og lagði upp tvö mörk á sínu fyrsta tímabili í úrvalsdeildinni. Í ár hefur hann byrjað 12 leiki og átt þátt í þriðjungi marka Burnley, sem skorað hefur 15 mörk í deildinni til þessa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert