Titillinn í greipum City

Leikmenn Manchester City fagna í leikslok.
Leikmenn Manchester City fagna í leikslok. AFP

Þrátt fyrir að aðeins sé búið að kveikja á fyrstu tveimur kertunum á aðventukransinum fyrir komandi jól er toppbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni nánast lokið þetta tímabilið. Á þá leið voru viðbrögð knattspyrnuunnenda eftir að Manchester City vann 2:1-sigur í grannslaginn við Manchester United í 16. umferðinni um helgina og nánast ómögulegt er að sjá að City geti missti titilinn úr greipum sér.

Lærisveinar Pep Guardiola eru þegar komnir með 11 stiga forskot á toppnum. Til að setja það í samhengi, þá þarf City að tapa í það minnsta fjórum leikjum á meðan andstæðingarnir mega ekki misstíga sig um eina tommu það sem eftir er. Nú þegar þeir ljósbláu eru búnir að setja nýtt met í úrvalsdeildinni, þá er ekki í spilunum að slíkt geti gerst.

Eftir að hafa gert jafntefli í fyrsta leiknum í haust þá var þetta 14. sigur City í röð, sem er nýtt met. Arsenal vann 14 leiki í röð frá síðari hluta tímabilsins 2001/2002 og fram á byrjun þess næsta, en aldrei hefur þetta verið afrekað á einu og sama tímabilinu áður. City er með 46 stig af 48 mögulegum; fjöldi sem hefði dugað til þess að ná 8. sætinu á síðasta tímabili. Hreint sturlað afrek á öðrum í aðventu.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert