Salah bestur í Afríku

Mohamed Salah hefur verið áberandi undanfarna tólf mánuði.
Mohamed Salah hefur verið áberandi undanfarna tólf mánuði. AFP

Egypski knattspyrnumaðurinn Mohamed Salah, sem leikur með Liverpool, var í gærkvöld útnefndur besti knattspyrnumaður Afríku árið 2017 í árlegu kjöri sem BBC stendur fyrir.

Salah, sem er markahæstur í ensku úrvalsdeildinni með 13 mörk, átti frábært ár með egypska landsliðinu. Hann skoraði fimm af sjö mörkum þess í úrslitakeppninni um sæti á HM 2018 í Rússlandi og lagði upp hin tvö, og var í lykilhlutverki þegar Egyptar fengu silfurverðlaunin í Afríkukeppninni. Þá var hann afar öflugur með Roma á tímabilinu 2016-17 þar sem hann skoraði 15 mörk í ítölsku A-deildinni og lagði 11 upp.

Næstir á eftir honum í kjörinu urðu Pierre-Emerick Aubameyang frá Gabon, Naby Keita frá Gíneu, Sadio Mané frá Senegal og Victor Moses frá Nígeríu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert