Everton aftur á sigurbraut - Öruggt hjá City

David Silva skoraði tvö mörk í kvöld.
David Silva skoraði tvö mörk í kvöld. AFP

Everton vann sinn þriðja leik af síðustu fjórum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu er Gylfi Þór Sigurðsson og félagar heimsóttu Newcastle í kvöld. Gylfi spilaði fyrstu 85 mínútur leiksins en Wayne Rooney skoraði sigurmarkið á 27. mínútu. Eftir skelfilega byrjun á leiktíðinni hefur Everton ekki tapað síðan 26. nóvember. 

Gylfi og félagar eru í 10. sæti með 22 stig. Topplið Manchester City vann sinn fimmtánda sigur í röð í deildinni með þægilegum 4:0-útisigri á Swansea. David Silva skoraði tvö mörk fyrir City og þeir Kevin De Bruyne og Sergio Agüero bættu við mörkum.

Leicester City fór svo illa með Southampton á útivelli, 4:1. Shinji Okazaki skoraði tvö mörk fyrir Leicester og Riyad Mahrez og Andy King sitt markið hvor. Maya Yoshida skoraði mark Southampton. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert